SAGA LITLAPRENTS
Stofnun
Prentsmiðjuna Litlaprent stofnaði Guðjón Long árið 1967 og var tækjakosturinn ein trukkprentvél sem staðsett var í sumarbústað á Digraneshæð. Það er því óhætt að segja að prentsmiðjan hafi þá staðið fyllilega undir nafni. Árið 1973 kom Georg Guðjónsson inn í reksturinn og jukust umsvifin jafnt og þétt sem kallaði fljótt á nýtt húsnæði. Árið 1974 fluttist prentsmiðjan að Auðbrekku 48 og keypt var m.a. ein af fyrstu offsetprentvélum á Íslandi.
Litlaprent stækkar
Enn hélt Litlaprent áfram að vaxa. Árið 1985 flutti prentsmiðjan í nýtt 190 fm húsnæði að Nýbýlavegi 26. Þar urðu mikil umskipti í rekstrinum og synir Georgs, Birgir Már og Helgi Valur hófu störf hjá prentsmiðjunni, fjárfest var í nýjum offsetprentvélum ásamt prentvél til að framleiða samhangandi tölvupappír. Litlaprent stóð nú varla undir nafni því umsvifin jukust jafnt og þétt og þurfti að leigja húsnæði beggja vegna við prentsmiðjuna.
Kaup á 700 fm húsnæði
Sumarið 1999 var ráðist í að kaupa 700 fm húsnæði undir prentsmiðjuna að Skemmuvegi 4 og fluttist prentsmiðjan þangað um haustið. Hafist var handa við að fjárfesta í nýjum og öflugum tækjum til að geta boðið viðskipavinum upp á enn fjölbreyttari og betri þjónustu.
Nýjar vélar
Á árunum 2000–2007 bættust við fjölmargar nýjar vélar m.a. tvær fjöllita prentvélar, fullkominn forvinnslubúnaður, brotvélar, skurðarlína, hefti- og fræsilína, svo eitthvað sé nefnt. Samfara þessum vélakaupum var enn á ný þörf á stærra húsnæði og 500 fm keyptir til viðbótar að Skemmuvegi 4.
Fest kaup á Miðaprenti
Árið 2012 er keyptur helmingshlutur í Miðaprenti ehf. sem sérhæfir sig í að framleiða m.a. vörulímmiða á rúllum fyrir matvælaiðnaðinn. Árið 2014 er Miðaprent flutt undir sama þak og Litlaprent að Skemmuvegi 4, það sama ár er jafnframt gengið frá kaupum að öllum hlutabréfum Miðaprents.
Til dagsins í dag
Í dag er Litlaprent og Miðaprent í um 2.000 fm húsnæði og státar af einum fullkomnasta og fjölbreyttasta tækjakosti allra prentsmiðja á landinu. Prentsmiðjan Litlaprent hefur alla tíð verið í eigu og rekstri sömu fjölskyldu og á einni kennitölu. Í dag sér Georg Guðjónsson um reksturinn ásamt sonum sínum þeim Birgi Má og Helga Val.
Hjá Litlaprenti og Miðaprenti starfar núna um 25 manna samheldinn hópur fólks sem leggur sig allan fram við að skila af sér vönduðu og góðu prent- og handverki.
Prentsmiðjuna Litlaprent stofnaði Guðjón Long árið 1967 og var tækjakosturinn ein trukkprentvél sem staðsett var í sumarbústað á Digraneshæð.
Árið 1974 fluttist prentsmiðjan að Auðbrekku 48 og keypt var m.a. ein af fyrstu offsetprentvélum á Íslandi.
Sumarið 1999 var ráðist í að kaupa 700 fm húsnæði undir prentsmiðjuna að Skemmuvegi 4 og fluttist prentsmiðjan þangað um haustið.
Á árunum 2000–2007 bættust við fjölmargar nýjar vélar m.a. tvær fjöllita prentvélar, fullkominn forvinnslubúnaður, brotvélar, skurðarlína, hefti- og fræsilína, svo eitthvað sé nefnt.
Árið 2012 er keyptur helmingshlutur í Miðaprent ehf. sem sérhæfir sig í að framleiða m.a. vörulímmiða á rúllum fyrir matvælaiðnaðinn.
Prentsmiðjuna Litlaprent stofnaði Guðjón Long árið 1967 og var tækjakosturinn ein trukkprentvél sem staðsett var í sumarbústað á Digraneshæð.
Árið 1974 fluttist prentsmiðjan að Auðbrekku 48 og keypt var m.a. ein af fyrstu offsetprentvélum á Íslandi.
Sumarið 1999 var ráðist í að kaupa 700 fm húsnæði undir prentsmiðjuna að Skemmuvegi 4 og fluttist prentsmiðjan þangað um haustið.
Á árunum 2000–2007 bættust við fjölmargar nýjar vélar m.a. tvær fjöllita prentvélar, fullkominn forvinnslubúnaður, brotvélar, skurðarlína, hefti- og fræsilína, svo eitthvað sé nefnt.
Árið 2012 er keyptur helmingshlutur í Miðaprent ehf. sem sérhæfir sig í að framleiða m.a. vörulímmiða á rúllum fyrir matvælaiðnaðinn.